Morgunútvarpið

2. júl - Verðlaun, fjölmiðlar, tónleikar, fréttir, hégómi, bæjarhátíð

Í gærkvöldi, 1. júlí, var tilkynnt Eva Björg Ægisdóttir hlyti rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokkinum frumraun ársins fyrir Marrið í stiganum. Þessi verðlaun hafa verið veitt frá árinu 1973 og hafa höfundar sem hlotið hafa þessi verðlaun orðið heimsfrægir í kjölfarið. Arnaldur Indriðason er eini íslenski höfundurinn sem hlotið hefur verðlaun Samtaka breskra glæpasagnahöfunda en hann fékk hinn virta Gullrýting fyrir Grafarþögn árið 2005. Við hringdum í Evu Björg.

Á miðvikudaginn kom Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdarstjóri fjölmiðilsins fótbolta.net til okkar til ræða kvörtun sem hann hefur sent til Umboðsmanns Alþingis vegna hlaðvarpsþátta sem Fjölmiðlanefnd býður uppá. Hann segir nefndina ekki eiga vera fjölmiðill og enginn hafi eftirlit með henni. Til bregðast við þessu kom Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd en hann heldur úti fyrrnefndu hlaðvarpi.

Í dag hefst menningarhátíðin Listasumar á Akureyri með uppákomum og upplifunum út allan júlímánuð fyrir gesti og bæjarbúa. Meðal þeirra sem koma fram á Listasumri er bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi sem heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni í Menningarhúsinu Hofi annað kvöld. Ingibjörg kemur til okkar og segir okkur nánar frá tónleikunum.

Við fórum yfir fréttir vikunnar með góðum gestum eins og vanalega á föstudögum. Í dag komu til okkar þau Hulda Sif Hermannsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra Akureyrarbæjar, og Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri og Þórsari, og fóru yfir hvað þeim þótti standa upp úr í fréttum vikunnar.

Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður, kom til okkar í Hégómavísindahornið með fréttir af fræga fólkinu.

Og tónlistarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefur á örfáum árum unnið sér inn fastan sess í hugum bæjarbúa Hafnarfjarðar og þó víðar væri leitað. Hún er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa og nágranna Hafnarfjarðar. Hátíðin hefst þann 7. júli og stendur í 3 vikur. Páll Eyjólfsson hefur veg og vanda skipulagningu hátíðarinnar. Hann kom til okkar.

Tónlist:

Nýdönsk - Apaspil

Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir - Ávarp undan sænginni

Lady Gaga og Bradley Cooper - Shallow

Ingibjörg Elsa Turchi - Elefþería

Egó - Mescalín

Birt

2. júlí 2021

Aðgengilegt til

30. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.