Morgunútvarpið

8. júní - Tilnefningar, Ösp Eldjárn, Ljósið, ferðasumarið og tækni

Reykjavíkurborg óskar eftir ábendingum í ellefta sinn um Reykvíking ársins, einhvern sem hefur verið öðrum til fyrirmyndar. Viðkomandi mun t.d. renna fyrstur fyrir laxi í Elliðaánum ásamt borgarstjóra. En hverjir koma nákvæmlega til greina? Við hringjum í Önnu Kristinsdóttur mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar og fengum vita meira en hún er formaður dómnefndarinnar sem hefur valið úr innsendum tillögum.

Í sumar mun alþjóðlega tónlistarsamstarfsverkefnið Global Music Match fara fram í annað sinn, en verkefninu er ætlað styðja við tónlistarfólk innan þjóðlagatónlistar á tímum heimsfaraldurs. Ísland á sinn fulltrúa í verkefninu, sem í ár er tónlistarkonan Ösp Eldjárn. Hún Ösp kom til okkar og sagði okkur nánar frá þessu verkefni.

Það er mikið um vera hjá Ljósinu , endurhæfinga- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, þessa dagana. Á miðvikudaginn fer t.d fram árleg fjölskylduganga á Esjuna og Ljósavinaherferð fer af stað í vikunni. Við fengum þær Sólveigu Kolbrúnu Pálsdóttur, markaðs og kynningastjóra Ljóssins og Heiða Eiríksdóttur til okkar til segja okkur meira.

Ferðamenn eru farnir bóka sig hingað til lands þegar en gert er ráð fyrir ferðamannafjöldi aukist jafnt og þétt er líður á sumarið. En hvernig lítur sumarið út í ferðabransanum? Georg Aspelund kom til okkar en hann er eigandi Discover Iceland en fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum um landið og hálendið með ferðamenn. Sér hann fram á það verði talsvert gera í sumar og endurreisn ferðabransans farin af stað? Pantanirnar eru alla vegana byrjaðar hrúgast inn.

og Guðmundur Jóhannsson kom til okkar í Tæknihornið og sagði frá áhugaverðum nýjungum.

Tónlist:

Mannakorn - Einhverstaðar einhverntímann aftur

Mugison - Kletturinn

Hall & Oates - Say it isn't so

Ösp Eldjárn - Bakvið fossinn

Nýdönsk - Apaspil

Taylor Swift - Willow (Elvira remix)

Jet black Joe ásamt Sigríði Guðnadóttur - Freedom

The Dandy Warhols - Bohemian like you

Birt

8. júní 2021

Aðgengilegt til

6. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.