Morgunútvarpið

4. feb.- Kópavogur, tungumál, samfélagshljómsveit, þjóðsöngur, Spotify

Hópur sem kallar sig Vini Kópavogs er ósáttur við hvernig staðið er fyrirhuguðum framkvæmdum við miðbæ Kópavogs og þar fremur hugsað um hag fjárfesta en íbúa. Byggingarmagn muni margfaldast og byggð þéttast mikið en framkvæmdirnar eru upp á tugi milljarða. Helga Jónsdóttir, lögfræðingur og vinur Kópavogs, fór yfir þetta með okkur.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom til okkar venju, en þessu sinni talaði hún ekki bara um íslenskuna heldur sagði okkur frá verkefni þar sem unnið er því kortleggja tungumál allra grunn- og leikskólabarna í landinu.

Fyrir 11 mánuðum nánast upp á dag hitti Hulda Sigrúnu Sævarsdóttur-Griffiths í London og ræddi við hana um samfélagsleg tónlistarverkefni sem hún hefur staðið fyrir í London, Los Angeles og víðar, sem m.a. hafa falið í sér stofna hljómsveitir heimilislausra. Sigrún er komin hingað heim og ætlar stofna eina óvenjulega hljómsveitina enn í Eldborg í Hörpu um komandi helgi. Hún kíkti til okkar í heimsókn og sagði okkur frá.

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, talaði við okkur um þjóðsönginn en hann ásamt nokkrum öðrum þingmönnum leggur til heimilt verði flytja þjóðsönginn í þeirri útgáfu sem fólk kýs sjálft, hvort sem það er í viðskipta eða auglýsingaskyni en í dag er bannað birta eða flytja þjóðsönginn í annarri mynd en við þekkjum hann núna. Þingmennirnir eru þeirrar skoðunar ekki ástæða til takmarka tjáningarfrelsi fólks með þessum hætti.

Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um hækkun á áskriftarleiðum sínum, allt 27 prósentum. Við veltum fyrir okkur hvað þetta þýðir fyrir rétthafa og flytjendur en umræðan um þeirra hlutur of lítill hefur verið nokkuð áberandi. Eiður Arnarsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefenda var á línunni og setti okkur aðeins inn í stöðu mála.

Tónlist:

Jón Jónsson - Ef ástin er hrein (ft. GDRN).

Alicia Keys - Love looks better.

Hr. Hnetusmjör - Stjörnurnar.

Grafík - Þúsund sinnum segðu já.

The Eagles - Heartache tonight.

Ragga Gísla, Dísa og Spraðabassarnir - Þorragleðigleðigleðigaman.

Robbie Williams - Old before I die.

Leon Bridges - Bad bad news.

Ed Sheeran - Afterglow.

Birt

4. feb. 2021

Aðgengilegt til

5. maí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.