• 00:02:45Móri gengur aftur
  • 00:14:49Computeroom í Mengi
  • 00:26:46Heiða Eiríksdóttir um Kim Gordon

Lestin

Kim Gordon sjötug, Móri gengur aftur, tölva gerir skúlptúra

Á föstudaginn síðastliðinn varð, mati okkar hér í Lestinni, ein allra svalasta tónlistarkona okkar tíma, Kim Gordon, sjötug. Bassaleikari og söngkona Sonic Youth, brautryðjandi og guðmóðir grunges-ins. Við mælum okkur mót við tónlistarkonuna Heiðu Eiríksdóttur á hárgreiðslustofu í grenndinni, en Kim Gordon er stór áhrifavaldur í hennar lífi. Heiða segir frá fyrstu kynnum sínum af tónlistarkonunni, við veltum fyrir okkur áhrifum Gordon og hvað það sem gerir hana svona ofursvala.

Við höldum áfram heimsækja viðburði á Hönnunarmars. Við kíkjum í Mengi þar sem Salóme Hollanders stendur fyrir sýningunni Computeroom. Þar kannar hún hugsjón tölvunnar sinnar um sinn fullkomna samastað og miðlar í skúlptúrum. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Salóme um tölvuherbergi, forritunartungumál og draumarými tölvunnar.

Móri var frumkvöðull í íslensku bófarappi í upphafi aldarinnar, en á breiðskífunni Atvinnukrimmi sem kom út árið 2002 rappaði hann um dóp, spilltar löggur og ofbeldi, á annan og raunsærri hátt en áður hafði heyrst í íslenskri tónlist. er þessi draugur úr íslenskri rappsögu genginn aftur, platan aðgengileg á Spotify og Móri tróð upp á tónleikum á Kex um helgina. Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikunum og rifjar upp feril rapparans umdeilda.

Frumflutt

4. maí 2023

Aðgengilegt til

3. maí 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags.

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Þættir

,