• 00:02:00ChatGPT talar íslensku
  • 00:20:58Lygar um Pompidou safnið
  • 00:30:55Ástin í Last of Us

Lestin

ChatGPT talar íslensku, ástin í Last of Us, lygar um Pompidou

Uppvakningaþættirnir Last of Us hafa notið mikilla vinsælda undanfarna mánuði, þættir sem byggja á samnefndum tölvuleik sem gerist 20 árum eftir heimsslit verða vegna óhugnalegrar farsóttar sem breytir fólki í blóðþyrsta zombía. Jóhannes Ólafsson ræðir við Hildi Knútsdóttur, rithöfund, og Baldvin Albertsson, hjá Vitar games um ástina í Last of Us.

Kristlín Dís Ingilínardóttir er stödd á ferðalagi og hún sendi okkur pistil frá gömlu heimaborg sinni, París. Hún segir okkur frá kynnum sínum af Pompidou safninu.

Mun gervigreind bjarga íslenskunni? Í Grósku í dag fór fram kynningarfundurinn 'Framtíðin svarar á íslensku'. Lestin kíkti á svæðið og ræddi við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdarstjóra Almannaróms og Angelu Jiang, vörustjóra hjá OpenAi. Við fáum heyra hvernig það kom til íslenska varð annað tungumálið sem spjallmennið ChatGPT lærði, á eftir ensku.

Frumflutt

20. mars 2023

Aðgengilegt til

20. mars 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.