• 00:01:11Stigamet LeBron James
  • 00:22:39List í ljósi á Seyðisfirði
  • 00:30:48Dragmenning og House of Heart

Lestin

Stigamet LeBron James, House of Heart og List í ljósi

Eftirvæntingin var mikil þegar LeBron James og félagar í Los angeles Lakers mættu Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í gær. Þó var eftirvæntingin hvað mest vegna þess líklega myndi LeBron James, langstærsta stjarna deildarinnar, skrá sig í sögubækurnar. Með tveggja stiga körfu í lok þriðja leikhluta skaut hann sér fram úr stigameti Kareem Abdul Jabbar. James hefur skorað 38,390 stig í venjulegum deildarleikjum. Leikurinn var stöðvaður, salurinn ærðist og hver einasti sími í húsinu á lofti. Fjölskylda LeBron fór inn á völlinn í fögnuði og fyrrum methafinn stóð upp og klappaði. Við ræðum við Hörð Unnsteinsson körfuboltaþjálfara um þetta augnablik og merkingu þess, tölfræðiblæti í íþróttum vestanhafs og pródúseruð söguleg augnablik.

Drag sem listform verður sífellt meira áberandi í dægurmenningunni, ekki síst fyrir tilstilli raunveruleikaþáttanna RuPaul?s Drag Race. 15. þáttaröð stendur yfir, vinsældirnar fara síður en svo dvínandi en það er munur á því sem áhorfendum birtist á skjánum og því sem fram fer á dragsýningum um allan heim. Íslenska dragfjölskyldan House of Heart heldur mánaðarlega sýningu á skemmtistaðnum Kíkí og næsta fer fram núna á Laugardaginn, við tókum stöðuna á þeim Glóeyju Þóru Eyjólfsdóttur, eða Chardonnay Bublée og Magnúsi Degi Gottskálkssyni, eða Úllu la Delish.

Seyðfirðingar fagna komu sólarinnar með hátíðinni List í ljósi sem fram fer dagana 10. og 11. febrúar. Þetta hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2016 og tilefnið er eins og nafnið gefur til kynna endurkoma langþráðs sólarljóss inn í fjörðinn. Fjöldi gesta víða sýnir listaverk, innsetningar og gjörninga um allan þar sem ljósið er í lykilhlutverki. Lestin hringdi austur til Seyðisfjarðar í Sesselju Hlín Jónasardóttur og fékk vita aðeins meira um hátíðina í ár.

Frumflutt

9. feb. 2023

Aðgengilegt til

10. feb. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.