• 00:01:26Marat/Sade í Borgarleikhúsinu
  • 00:23:08Brynja Hjálmsdóttir: Tannlæknaótti
  • 00:32:51Drullumall 4

Lestin

Marat/Sade, Drullumall 4, tannlæknaótti

Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum.

Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta.

Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.

Frumflutt

19. jan. 2023

Aðgengilegt til

20. jan. 2024
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.