Lestin

Flugeldaræktun, tilviljanatré og slöngutemjari

Listamennirnir Halldór Eldjárn og Sigga Soffía eru bæði innblásin af plöntum og blómum í sinni sköpun. Halldór á sýningunni Flora Inorganica í gallerý STAK við Hverfisgötu og Sigga Soffía í verkinu Eldblóm - dansverk fyrir flugelda og flóru sem leiðir saman flugelda og blóm. Við ræðum við þau um plöntur, listsköpun og umhverfismál í Lest dagsins.

Anna Gyða Sigurgísladóttir er með hugann við mergð þeirra sagna og sjónarhorna sem sveima í kringum okkur allan liðlangan daginn. Hún fer á stúfana og spyr gesti og gangandi: Hvað ertu hugsa einmitt núna? Í dag kemur Anna við á á N1 Stóragerði og ræðir hún við Pétur Guðmundsson slöngutemjara, eins og hann kallar sig sjálfur.

Og við heyrum upplestur úr bókinni Greni, jóla-örsögur ritlistarnema.

Frumflutt

7. des. 2022

Aðgengilegt til

8. des. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.