Lestin

Óþolandi en vinsæl auglýsingalög, Kvikmyndskólinn 30 ára, fótboltaást

Á streymisveitunni Spotify er finna EP-plötuna Reif í dæluna með listamanninum Atlantsolía , sem sagt olíufyrirtækinu og bensínstöðinni. Þessi fjögurra laga plata frá árinu 2021 inniheldur lögin Bið ekki um meira, Bensínhetjuna, Bensínlaus og Dælur víða. Það er Saga Garðarsdóttir, leikkona og grínisti, sem syngur og semur textana og Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem semur tónlistina. Um miðjan október birtist frétt á vef fréttablaðsins með fyrirsögninni 'Olíufélag fær gullplötu fyrir pirrandi heilaorma,' en það var plötuútgáfan Alda Music sem veitti Atlantsolíu gullplötu, í tilefni þess lögin af plötunni Reif í dæluna eru komin með yfir 60 þúsund spilanir á Spotify. Við skoðum íslenska tónlist sem er samin fyrir auglýsingar, en stundum vinsældum.

eru tæpar tvær vikur í heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefjist í Katar og margir með hugan við boltann. Meðal annars Viktoría Blöndal, skáld og sviðshöfundur, sem hefur spilað fótbolta frá barnsaldri og verið skoða þessa vinsælu íþrótt. Hún mun flytja innslög í Lestinni næstu þriðjudaga í nóvember um fótboltann sem er elskaður og hataður en aldrei hunsaður.

Kvikmyndaskóli Íslands fagnar 30 ára afmæli í mánuðinum. því tilefni fengum við rölta um skólann með Berki Gunnarssyni sem hefur gegnt embætti rektors undanfarna mánuði frá því Friðrik Þór Friðriksson hætti. Við kíktum niður á Suðurlandsbraut 18 í húsnæði kvikmyndaskólans.

Birt

8. nóv. 2022

Aðgengilegt til

9. nóv. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.