Lestin

Drepleiðinleg Bjarkar-plata, verðlaunaútvarp, heimildamyndin Band

Heimildamyndin Band verður frumsýnd síðar í vikunni. Myndin er meiksaga óþekktrar íslenskrar hljómsveitar. The Post Performance Blues Band sest um borð í Lestina.

*TW* Við skoðum nokkra útvarpsþætti og seríur sem hlutu verðlaun á Prix Europa, evrópsku ljósvakaverðlaununum sem fóru fram í síðustu viku: belgískt verk um umskurð kvenna, írskt verk um dauðann, sænsk sería um svindlara og þýsk sería um fyrirgefningu. Við vörum við innihaldi þessa innslags þar sem brot úr þáttunum heyrast.

Davíð Roach Gunnarsson rýnir í nýjustu plötu Bjarkar, Fossora, sem kom út á haustmánuðum. Davíð beið spenntur eftir plötunni en varð fyrir vonbrigðum - vægast sagt.

Frumflutt

31. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. nóv. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.