Lestin

Kvikmyndasjóði slátrað, The Sandman, krufning Þóru Sayaka

Salvör Bergmann rýnir í sjónvarpsþættina The Sandman á Netflix, sem byggja á samnefndum myndasögum eftir Neil Gaiman. Salvör naut þess horfa en hefði viljað sjá meiri áhættu tekna í frásögninni, henni fannst stíllinn sem var valinn helst til krúttlegur og fjölskylduvænn, en það veldur því útkoman fellur snyrtilega í formúlukenndan meginstrauminn.

Fyrir tveimur vikum fengum við tvo plötusnúða, þá Johnny Blaze og Hakka Brakes til kryfja til mergjar lag sem var í uppáhaldi hjá þeim. Og núna endurtökum við leikinn með plötusnúðinum Þóru Sayaka. Hún kemur með lagið Clear með Cybotron.

Og við heyrum um minni framlög ríkisins til Kvikmyndasjóðs Íslands á sama tíma og endurgreiðslur til stórra erlendra kvikmyndaverkefna eru aukin. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir. ?Ráðist grunnstoðum og Kvikmyndasjóði slátrað,? segir Ragnar Bragason, leikstjóri á Facebook og ?Menningarlegt stórslys,? segir Reynir Lyngdal starfsbróðir hans á sama vettvangi. Við ræðum við þau Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóra Saga Film og Kristínu Andreu Þórðardóttur kvikmyndagerðarkonu og framleiðanda um málið.

Frumflutt

14. sept. 2022

Aðgengilegt til

15. sept. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.