• 00:01:47Jean-Luc Godard látinn
  • 00:21:12Trúarleg popptónlist
  • 00:33:12Vegabréf: Íslenskt

Lestin

Godard látinn, trúarleg þemu í popptónlist og Vegabréf: Íslenskt

Jean Luc Godard, fæddur 1930 í París, brautryðjandi í kvikmyndagerð, forsprakki frönsku nýbylgjunnar, áhrifamesti leikstjóri eftirstríðsárana, er látinn, 91 árs aldri. Eftir hann standa hátt í 50 kvikmyndir, frá á ólíkum tímabilum í lífi listamanns sem var í stöðugri mótun, stöðugri endurskoðun og endurhugsun. Viðar Víkingsson, kvikmyndagerðarmaður, segir frá listamanninum Godard.

Assa Borg Þórðardóttir flytur okkur sinn fyrsta pistil í Lestinni. Í dag er viðfangsefnið trúarleg þemu í tónlist Kanye West og Sufjan Stevens, tveggja ólíkra bandarískra popptónlistarmanna.

Í dag kemur út bókin Vegabréf: Íslenskt eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, bókin flakkar milli heimshorna eins og undirtitillinn gefur til kynna: Frá afganistan til Bosníu og Búrkína Fasó. Sigríður starfaði um árabil sem blaðamaður og skrifaði greinar og pistlar í íslenska fjölmiðla. Hún rekur sögu staða og þjóða í gegnum persónulegar sögur fólks sem hún finnur á ferðalögum sínum.

Frumflutt

13. sept. 2022

Aðgengilegt til

14. sept. 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.