Lestin

Nýtt Game of Thrones, rymjandi svarthol, Hamraborg, norræn bíóverðlaun

Rúmum tveimur árum eftir lokaþátturinn af Game of Thrones fór í loftið og 18 milljónir manns söfnuðust saman fyrir framan sjónvarpið er loks kominn nýr þáttur frá sömu höfundum. House of the Dragon á gerast um það bil 200 árum áður en þættirnir Game of Thrones gerast og eru byggðir á bók George R.R. Martin, Fire and Blood. Þættirnir voru frumsýndir 21. Ágúst, 10 milljónir horfðu í Bandaríkjunum sem gerir það vinsælustu frumsýningu þáttaraðar HBO. Það sem verra er, er ekki er hægt með neinum löglegum hætti sjá þessa þætti á Íslandi.

Hamraborgin er menningamiðja Kópavogsbæjar en á sama tíma menningarfyrirbæri sem ungir listamenn hafa unnið með á undanförnum árum, hampað hverfinu með hæfilegu glotti. Við kíkjum upp í Kópavog og heyrum um listahátíðina Hamraborg Festival sem haldin er í annað sinn um helgina. Listafólk kemur sér fyrir í Euromarket, Gullsmiðju Óla og Kaffi Catalínu, svo einhverjir sýningarstaðir séu nefndir.

Við spjöllum um rymjandi svarthol sem vakti athygli á netinu í byrjun vikunnar og förum yfir tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs sem voru kynntar í dag.

Frumflutt

23. ágúst 2022

Aðgengilegt til

24. ágúst 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.