Lestin

Æfing Nathan Fielder og endingargóð eldavél

Í sumar hóf HBO sjónvarpsstöðin sýningu á nýjum þáttum kanadíska grínistans Nathan Fielder. Þættirnir hafa vakið mikla athygli, jákvæða og neikvæða. Við ræðum umdeildar hliðar þátts sem er á mörkum gríns og raunveruleika við grínistana Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur og Pálma Frey Hauksson.

Gamla eldavélin hans Kristjáns er komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948. Í dag endurflytjum við innslag Krisjáns frá því í desember í fyrra þar sem hann minnist Rafha-eldavélarinnar sinnar, kynnir sér sögu hennar, heyrir um hafnfirska fyrirtækið sem framleiddi vélina og fyrri eiganda sem bakaði margar sortir af smákökum fyrir hver jól í litla ofninum.

Frumflutt

17. ágúst 2022

Aðgengilegt til

18. ágúst 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.