Lestin

Femínísk sjálfsvörn, Love Death and Robots og ljúfur gítarleikur

Á föstudag kemur tónskáldið og gítarleikarinn Brynjar Daðason fram á tónleikum í Mengi ásamt hljómsveit. Hann gaf út sína fyrstu plötu í desember, ?Pretty Late? sem kom út á vegum Mengi Records, en upptökum stýrði Skúli Sverrisson. Tónlistin er sveimandi tilraunatónlist þar sem gítarinn er í fyrirrúmi. Við ræðum við gítarleikarann unga.

Eftir hafa rekist á bók eftir konu sem hafði kennt femínska sjálfsvörn í 30 ár setti Elínborg Hörpu og Önundardóttir sig í samband við hana og óskaði eftir því læra af henni. Og um helgina standa félagasamtökin Slagtog fyrir námskeiði í femínskri sjálfsvörn fyrir konur og transfólk. Við ætlum kynna okkur þetta fyrirbæri, sem er samkvæmt Elínborgu, öflug forvörn gegn ofbeldi.

Þriðja þáttaröðin af teiknimyndaþáttunum Love Death and Robots er komin á streymisveituna Netflix. Hver þáttur er sjálfstæð saga teiknuð í sínum sérstaka stíl. En allir takast þættirnir á við framtíðina, tækni og vísindaskáldskap. Salvör Bergmann rýnir í þættina.

Frumflutt

22. júní 2022

Aðgengilegt til

23. júní 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.