• 00:01:59Andlit Múhammeðs í bíó
  • 00:22:06Plötusnúðurinn Hu Dat
  • 00:33:34Hátíð Ruslsins í Gufunesi

Lestin

Ruslfest, tölvuteiknað andlit Múhammeðs, Hu Dat

RUSL er lista- og hönnunarhátíð í Gufunesi, nýju skapandi hverfi Reykjavíkurborgar. Hátíðin leggur áherslu á hringrásahugsun í samhengi menninga, lista og hönnunar. Tveir af skipuleggjendum hátíðarinnar Elsa Jónsdóttir og Elín Margot koma og segja frá Ruslfest.

The Lady of Heaven heitir nýtt epísk söguleg drama sem segir upprunasögu íslamstrúar, söguna af Fatímu dóttur spámannsins Múhammeðs. Kvikmyndin hefur fengið slæma dóma en það þykir hins vegar fréttnæmt andlit spámannsins sést greinilega í myndinni - en eins og flestir vita eru slíkar myndbirtingar almennt litnar hornauga meðal múslima. Við ræðum við Kjartan Orra Þórsson um myndabann Múhammeðs og það hvort mögulegt komast hjá því með því tölvuteikna andlit spámannsins.

Plötusnúðurinn og umboðsmaðurinn Hu Dat, sem heitir réttu nafni Kim Hu, er rísandi stjarna í rappsenunni vestur í Bandaríkjunum. Þórður Ingi Jónsson spjallar við Kim um það hvernig dóttir íhaldsamra innflytjenda frá Tævan fór frá því læra hótelstjórnun yfir í þeyta skífum fyrir risastóra rappara.

Birt

8. júní 2022

Aðgengilegt til

9. júní 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.