• 00:02:03Þríhyrningur Rubens Östlund
  • 00:24:14Kökumótmæli á Louvre
  • 00:29:50Taylor Mac og list dragsins

Lestin

Dragsýning á stóra sviðinu, kökumótmæli og ælupest eina prósentsins

Hópur af milljarðamæringum, olígörkum og ofurfyrirsætum fer saman út á lúxussnekkju. Þau eru yfirborðsleg, ógeðfelld og aumkunarverð og svo æla allir á alla. Þannig væri kannski hægt lýsa bíómyndinni Triangle of Sadness, sem hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Við ræðum við Ara Gunnar Þorsteinsson um sænska leikstjórann Ruben Östlund og Þríhyrning sorgar.

Næstu tvö kvöld mun bandaríska leikhússtjarnan Taylor Mac koma fram ásamt hljómsveit og vel völdum íslenskum listamönnum og framkvæma einhverskonar fórnarathöfn feðraveldisins á stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem hefst þann 1. júní. Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, hefur fylgst með ferlinu og ræddi við okkur um Taylor Mac og listformið drag.

Frumflutt

31. maí 2022

Aðgengilegt til

1. júní 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.