Lestin

Spjallað um pedófílískar bækur, raddir kvennafangelsis, Nicolas Cage#2

Vinkonur hittast í íbúð í vesturbæ, sitja í hring og ræða bækur af fúlustu alvöru, en það var bókin Vanessa mín myrka eftir Kate Elizabeth Russel sem kallaði á klúbburinn yrði stofnaður. Bók sem fjallar um ástar og ofbeldissamband unglingsstúlku við fullorðinn kennara sinn.

Við Kópavogsbraut, við hliðina á leikskóla og sundlaugina, var starfrækt kvennafangelsi í rúm 25 ár. Í Lest dagsins heyrum við um nýtt tónverk sem byggir á frásögnum nokkurra þeirra sem afplánuðu í fangelsinu. Brotabrot - minningar úr kvennafangelsinu verður frumflutt í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöld, en það verða einnig fjögur önnur hljóðverk sem spretta úr hljóðheimi Kópavogs.

Í síðustu viku byrjaði Gunnar Ragnarsson dýfa litlu tánni ofan í feril kvikmyndaleikarans Nicolas Cage, í tilefni nýrrar myndar hans, The Unbearable Weight of

Massive Talent. sekkur hann dýpra og dýpra og dýpra.

Frumflutt

18. maí 2022

Aðgengilegt til

19. maí 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.