Lestin

Daniil gleður goons, fínir drættir leturfræði, djúpfalsaður Kendrick

Hvað er goon? Ungi rapparinn Daniil er fyrrum goon en hann gaf á dögunum út lag, Ef þeir vilja beef, sem gladdi eflaust marga íslenska goons. Við rýnum í orðaforða ungu kynslóðarinnar í gegnum rapptexta Daniils.

Þegar við lesum texta er það fyrst og fremst innihaldið sem við einbeitum okkur að. En til merking orðanna komist hiklaust til skila þarf textinn vera lesanlegur og læsilegur. Allt þarf samsama sér: bókstafir, stafabil, orð, orðabil, línur, línubil og dálkar. Eitthvað sem venjulegt fólk veltir sjaldan fyrir sér. En getur þetta sama venjulega fólk lesið um þetta í lítilli fallegri bók sem kom út hjá Angústúru á dögunum, Fínir drættir leturfræðinnar eftir Svisslenska hönnuðinn Jost Hochuli. Bók sem var fyrst gefin út árið 1987 en hefur verið þýdd á íslensku af Birnu Geirfinnsdóttur, Marteini Sindra Jónssyni og Gunnar Þór Vilhjálmsson. Þau tvö fyrrnefndu segja frá í Lestinni.

Og við pælum í nýju lagi og myndbandi frá Kendrick Lamar, The Heart part 5, sem kemur í aðdraganda nýrrar breiðskífu frá rapparanum og Pulitzer-verðlaunahafanum, plötu sem kemur út á föstudag og nefnist Mr. Morale & the Big Steppers.

Frumflutt

11. maí 2022

Aðgengilegt til

12. maí 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.