Lestin

Berdreymi, Skepta og Gunnar vegur The Northman

Bíomyndir eru fyrirferðarmiklar í Lest dagsins, ein íslensk mynd um unglingaofbeldi á tíunda áratugnum, önnur um hefnd á 10. öld.

Í seinni hluta þáttarins heyrum við gagnrýni Gunnars Ragnarssonar um víkingamyndina The Northman sem við höfum gert ítarleg skil í þættinum alla þessa vikuna. Það verður spennandi heyra hvort hann jafn ánægður með myndina og þáttarstjórnendur.

Bróðurpartur þáttarins fer í aðra kvikmynd sem einnig var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í síðustu viku. Það er myndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Við heyrum bíódóm Ásgeirs Ingólfsson en svo mæta þrír gestir til ræða um ákveðin þemu í myndinni, unglingamenningu, ofbeldi, vináttu og náttúrublæti íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo eitthvað nefnt. Þetta eru Ísold Uggadóttir, kvikmyndagerðarmaður, Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi kvikmyndagagnrýnandi og Gissur Ari Kristinsson félagsmálafræðingur og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 105.

Og breski grime-tónlistarmaðurinn Skepta ber einnig á góma.

Frumflutt

28. apríl 2022

Aðgengilegt til

29. apríl 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.