Lestin

Ást og upplýsingar, grínmynd um veiði, Drive my car, sýningarstjórnun

Leikritið Ást og upplýsingar var frumsýnt árið 2012 í Royal Court leikhúsinu í London. Í leikritinu eru 100 persónur, leiknar af 15 manna leikhópi í mislöngum senum, sumar aðeins nokkrar sekúndur. Verkið er skrifað af Caryl Churchill sem er meðal helstu núlifandi leikskálda Bretlands. Una Þorleifsdóttir leikstjóri las leikritið þegar það kom út árið 2012. á föstudaginn, 10 árum seinna, fer verkið á svið í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Lóa ræðir við Unu um Caryl.

Við heimsækjum Listasafn Reykjanesbæjar þar sem stendur yfir sýningin Minningar morgundagsins sem nemendur í sýningarstjórn við Listaháskóla Íslands standa fyrir. Vefnaður tímans, nostalgískar ljósmyndir og draumar koma meðal annars við sögu.

Gunnar Ragnarsson kíkti svo á tvær ólíkar bíómyndir. Annars vegar er það japanska myndin Drive My Car sem er tilnefnd sem besta myndin á Óskarsverðlaunahátíðinni á sunnudag og íslensk grinmynd: Allra síðasta veiðiferðin.

Birt

23. mars 2022

Aðgengilegt til

24. mars 2023
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku.