Lestin

Ósýnilegt illmenni, túrismi, kjötát og Dýralíf

Við heimsækjum forsætisráðherrahjónin Katrínu Jakobsdóttur og Gunnar Sigvaldason og ræðum við þau um nýútkomna þýðingu þeirra á bókinni Dýralíf eftir suður-afríska nóbelsverðlaunahafann J.M. Coetzee. Nóvellan Dýralíf var upprunalega flutt sem tveir fyrirlestrar við Princeton háskóla, en þar segir frá virtum skáldsagnahöfundi sem er beðinn um flytja fyrirlestur við frægan háskóla, en í stað þess flytja hefðbundinn fyrirlestur um bókmenntir talar hann herskátt um dýravernd og fordæmir hryllinginn sem felst í verksmiðjuvæðingu kjötáts.

Hann lék aðalhlutverk í þekktustu kvikmyndum heims. Samt þekkjum við hann ekki, bara svartklædda limaburði hans. Hann fór með línur á setti sem voru þurrkaðar út og þegar persónan tók loks niður grímuna var andlit hans hvergi sjáanlegt. David Prowse lést um helgina, 85 ára aldri og við þekktum hann fæst sem Svarthöfða.

Marta Sigríður Pétursdóttir heldur áfram fjalla um ferðamennsku og augnaráð túristans. þessu sinni veltir hún fyrir sér þeim flóðum hafa ógnað Feneyjum undanfarin ár.

Birt

30. nóv. 2020

Aðgengilegt til

30. nóv. 2021
Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og og speglar frá degi til dags. Hér heyra úrval þátta hverrar viku. Umsjón: Anna Marsibil Clausen og Kristján Guðjónsson.