Morgunútvarpið

16. nóv - Gunnar Helgason, íslenskt mál, leigjendur og vísindi

Í dag er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni fengum við einn afkastamesta rithöfund landsins í morgunkaffi. Gunnar Helgason gaf nýverið út sína þriðju bók á stuttum tíma, en þessi heitir Bannað eyðileggja. Gunnar hefur einbeitt sér bókum fyrir yngsta fólkið og leggur áherslu á mikilvægi barna- og ungmennabóka þegar kemur viðhaldi tungumálsins okkar.

Íslenskt tungumál á undir högg sækja meðal barna og ungmenna á framhalds- og grunnskólaaldri þar sem mun fleiri segjast frekar velja myndefni og tölvuleiki á ensku en á íslensku. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd sem náði til barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára. Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd kom til okkar og fór yfir helstu niðurstöður.

Konur eru einungis 34 prósent iðkenda í hverfisíþróttafélögum Reykjavíkurborgar samkvæmt nýrri jafnréttisúttekt. Við ræddum við Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.

Samtök leigjenda voru endurreist á dögunum en þau telja stöðu leigjenda vera veika, réttindi þeirra lítil og húsnæðiskostnað of háan. Við ræddum við Guðmund Hrafn Arngrímsson, stjórnarmann í samtökunum.

Meint aukið ofbeldi ungs fólks hefur verið mikið til umræðu síðustu daga. Við ræddum við Margréti Lilju Guðmundsdóttur, sérfræðing hjá Rannsóknum og greiningu, sem hefur rannsakað hegðun ungmenna.

Sævar Helgi Bragason var svo á sínum stað með fróðleik í farteskinu þegar við lítum við í vísindahorninu.

Tónlist:

Mugison - Stingum af.

Hildur Vala - Sem og allt annað.

JóiPé og Króli - Í átt tunglinu.

Stuðmenn - Eins og áður var.

CeaseTone, Rakel og JóiPé - Ég var spá.

Sváfnir Sig - Fólk breytist.

Todmobile - Í tígullaga dal.

Valdimar - Læt það duga.

Birt

16. nóv. 2021

Aðgengilegt til

14. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.