Ólöf Salmon Guðmundsdóttir var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá umhverfisvænum byggingarkubbum sem hægt er að nota til húsbygginga. Stærsta húsið sem reist hefur verið úr þessum kubbum er rúmlega 500 fermetra sambýli í Hafnarfirði.
Orri Páll Ormarsson hefur ritað ástarsöguna Í faðmi ljónsins. Þar er þó ekki um að ræða hefðbundna ástarsögu í þeim skilningi, en engu að síður lýsir hún mikilli ástríðu, sorg og sigrum. Umfjöllunarefnið er enska knattspyrnan og ævilangt samband höfundar við hana ásamt léttri söguskoðun. Orri Páll kíkti í heimsókn og sagði okkur meira.
Við heyrðum í Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni og fórum yfir stöðuna eins og hún blasir við núna í heimsfaraldrinum. Að þessu sinni talaði hann við okkur úr sóttkví þar sem hann þarf að vera næstu daga.
Í þættinum greindum við frá því hverjir verða nýir dómarar í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna og þau settust hjá okkur, Laufey Haraldsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Tíðindamaður okkar á Spáni, Jóhann Hlíðar Harðarson, var á línunni og sagði okkur m.a. af jafnréttismálum, pilsklæddum drengjum og forpöntuðum fæðingum.
Tónlist:
Mugison og Ragnheiður Gröndal - Stolin stef.
Hafdís Huld - Last rays of the sun.
Melody Gardot og Sting - Little something.
Sálin hans Jóns míns - Ekkert breytir því.
Bjartmar og bergrisarnir - Negril.
Harry Styles - Golden.
Stephanie Mills - Never knew love like this before.
Teitur Magnússon - Kyssti mig.
Taylor Swift - Exile (ft. Bon Iver).