Heimskviður

178 - Týndu börnin í tónlistarmyndbandinu og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Árið 1993 kom út tónlistarmyndband við lagið Runaway Train með bandarísku hljómsveitinni Soul Asylum. Í myndbandinu voru sýndar myndir af börnum sem lýst hafði verið eftir. Mörg þeirra gáfu sig fram í kjölfar sýningar myndbandsins auk þess sem vinsældir myndbandsins skiluðu því vitað varð um afdrif margra barnanna til viðbótar. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta áhrifaríka tónlistarmyndband og tók viðtal við söngvara Soul Asylum, Dave Pirner.

Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna bregður reglulega fyrir í fréttum. Það þótti sögulegt þegar það náði loks saman ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza. En síðan hafa liðið tæpar tvær vikur og hún hefur litlu breytt. En hvað er hlutverk Öryggisráðsins og skiptir það einhverju máli? Ólöf Ragnarsdóttir ætlar svara því.

Frumflutt

6. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,