Heimskviður

138| Kosningar í Nígeríu og umsvif Rússa í Afríku

Nígeríumenn líklega ekki þær breytingar og endurnýjun sem svo margir höfðu kallað eftir. Bola Tinubu var sigurvegari kosninganna þar í vikunni, en hann er úr sama flokki og Buhari fráfarandi forseti. Tinubu hefur verið lengi í stjórnmálum og slagorð hans í kosningabaráttunni var - er komið mér. Átti vera tákn mikilla breytinga en það er mjög ólíklegt af þeim verði. Nígería er eitt fjölmennasta ríki heims og hefur átt í miklum efnahagserfiðleikum, þó það stefni því verða stærsta hagkerfi Afríku. Þar, eins og víða í Afríku, er búist við mikilli mannfjölgun á næstu áratugum. Því er spáð árið 2070 taki Nígería fram úr Kína í fjölda barnsfæðinga. Árið 2100 verður Nígería sömuleiðis þriðja fjölmennasta land heimsins, á eftir Indlandi, sem verður í fyrsta sæti, og svo Kína.

Svo fjöllum við um umsvif Rússa í Afríku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur á síðustu árum gert hernaðarlegt samkomulag við um tuttugu Afríkuríki og samkomulag við enn fleiri um hvers kyns auðlindavinnslu, svo sem gull- og úrangröft. En sækist Pútín eftir fleiru? Við ræddum við Steven Gruzd en hann er álitsgjafi suðurafríska ríkissjónvarpsins í alþjóðamálum. Hann segir þær upphæðir sem Rússar fjárfesta fyrir í álfunni séu ekkert svimandi háar í samanburði við önnur lönd, en Rússar fari sínar eigin leiðir til seilast til áhrifa.

Umsjón með Heimskviðum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

4. mars 2023

Aðgengilegt til

5. mars 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.