Heimskviður

60 |Stormasamar vikur í Bandaríkjunum og réttað yfir mafíósum á Ítalíu

Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Heimskviða er atburðarrás síðustu vikna í Bandaríkjunum í forgrunni. Símtalið í Georgíuríki, árásin á þinghúsið og nýr Bandaríkjaforseti. Já, vika, eða nokkrar, eru sannarlega langur tími í pólitík.

Þá er einnig fjallað um ein umfangsmestu réttarhöldum í sögu Ítalíu. Það þarf fara áratugi aftur í tímann til finna hliðstæðu í umfangi. Sakborningarnir eru á fjórða hundruð og vitnin hátt í þúsund talsins. Og þau sem verma munu sakamannabekkina eru öll talin tengjast með einum eða öðrum hætti mafíunni.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

23. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,