Heimskviður

162| Kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar og körfuboltastjarna

Fyrir fáeinum dögum loguðu fjölmiðlar á Spáni, vegna skýrslu sem leiddi í ljós umfang kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þolendur kirkjunnar manna frá því um miðbik síðustu aldra skipta hundruðum þúsunda. Kaþólska kirkjan hefur um áratugaskeið varist ásökunum um hafa leyft ofbeldinu þrífast innan veggja hennar, jafnvel þótt stöðugt væri kvartað. Hagur gerendanna, var nær alltaf tekinn framfyrir hag þolenda. Það er ljóst af þessari skýrslu og fleiri slíkum sem gefnar hafa verið út víða um heim. Alls staðar þar sem kaþólska kirkjan er, þar virðist ofbeldi gegn börnum hafa fengið viðgangast. En hvers vegna loðir þetta svona við þessa aldagömlu og valdamiklu stofnun? Er kirkjunni fært gera upp við þessa dökku fortíð sína?

Svo kynnumst við betur nýjustu stjörnunni í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann heitir Victor Wembanyama, er nítján ára og 2,24 metrar á hæð. Hann er hæsti leikmaðurinn í deildinni og aldrei áður komið fram leikmaður sem er svona hávaxinn og getur hreyft sig eins og hann. Victor spilar fyrir San Antonio Spurs í Texas í Bandaríkjunum og þar eru miklar væntingar gerðar til hans, en Spurs er gamalt stórveldi sem ætlar aftur komast á toppinn eins og eftir aldamótin. En Frakkar og franska landsliðið bindur líka miklar vonir við táninginn hávaxna sem hreyfir sig eins og ballerína, því Frakkar stefna því breyta silfrinu sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í Tokyo í gull á leikunum í París næsta sumar. En það er spurning hvort of miklar væntingar séu gerðar til franska táningsins.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Frumflutt

11. nóv. 2023

Aðgengilegt til

11. nóv. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,