Heimskviður

137| Plastmengun á Norðurslóðum og málsókn Nígeríumanna gegn Shell

Þó plastmengun í hafi heldur lítil á Norðurslóðum miðað við til dæmis Miðjarðarhafið þá er hún aukast. Og hvaðan kemur þessi plastmengun á svæðinu sem sárafáir búa á? Það er mikið til úr sjávarútveginum, en sömuleiðis áhrif frá okkur, til dæmis úr dekkjakurli og í plastþráðum úr útivistarfatnaði sem losna úr þeim við þvott og komast þannig út í umhverfið. Hallgrímur Indriðason var á ráðstefnu Arctic frontiers á dögunum, þar sem plastmengun á Norðurslóðum var meðal annars til umfjöllunar.

Tæplega fjórtán þúsund íbúar Nígeríu hafa höfðað mál fyrir dómstólum í London gegn olíurisanum Shell fyrir gengdarlausa og áratuga langa olíuvinnslu í landinu með tilheyrandi mengunarslysum og lekum. Íbúarnir tilheyra Ogale og Billie sem eru landbúnaðar- og veiðisamfélög sem búa við ósa Nígerfljóts í suðurhluta landsins. Þeir saka Shell um gríðarlega mengun í vatnsuppsprettum og eyðileggingu á vistkerfum, sem hefur dregið úr lífsgæðum og umturnað lífinu á svæðinu. Kröfurnar eru settar fram bæði í nafni einstaklinga en einnig stofnana eins og kirkna og skóla. Fólkið krefst þess olíufyrirtækið axli ábyrgð og sjái um það umfangsmikla hreinsunarstarf sem nauðsynlegt er til þess endurheimta sómasamlegt líf við ósana. Einnig gerir fólk kröfu um skaðabætur fyrir hörmungarnar sem olíuvinnslan hefur valdið fyrir fiskveiðar og landbúnað. Forystumenn Shell halda fast í þá skoðun kröfurnar séu tilhæfulausar. Það segist ekki bera ábyrgð á þjófnaði og skemmdarverkum skipulagðrar glæpastarfsemi sem það segir hafi valdið stórum hluta slysanna. Þessi átök teygja sig eins og svo víða annars staðar í Afríku aftur til nýlendutímans og málaferlin eru aðeins einn kafli í flókinni sögu olíuvinnslu Shell í Nígeríu, sem hyggst hætta vinnslu þar eftir langa viðveru. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

25. feb. 2023

Aðgengilegt til

27. feb. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.