Heimskviður

33 | Trú og heimsfaraldur, krísa í Barcelona og framtíð sjónvarps

Í þrítugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað um trúarbrögð á tímum heimsfaraldurs. Fjölmargar kirkjur og trúfélög víða um heim hafa óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði á andlega líðan, og auðvitað með því hlýða yfirvöldum en um leið hjálpa öðrum. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá.

Þótt eigendur streymisveitna á borð við Netflix hafi það gott um þessar mundir og horfi á áskriftartölur hækka, sitja leikarar, leikstjórar, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn heima í stofu og bíða eftir því hjólin geti farið snúast nýju. Búið er fresta fjölmörgum frumsýningum stórmynda á borð við nýju Batman-myndina og segja Hollywood skjálfi og nötri. En faraldurinn hefur þó ekki stöðvað göngu eins langlífasta sjónvarpsþáttar sögunnar, eins og Hallgrímur Indriðason segir okkur frá.

Á Spáni færa rök fyrir því fótbolti ígildi trúarbragða, guðirnir sem tilbeðnir eru ýmist undir merkjum Barcelona eða Real Madrid. Það hefur hins vegar ekki ríkt nein lognmolla í herbúðum Barcelona undanfarið, og ásakanir um spillingu og óstjórn farið nokkuð hátt. Pálmi Jónasson ætlar segja okkur frá því og sögu liðsins, og nýtur þar liðsinnis Einars Arnar Jónssonar, íþróttafréttamanns.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

24. apríl 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,