Heimskviður

73 | Fyrstu 100 dagar Bidens og þjóðarmorðið á Armenum

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Tyrklands, Armeníu og Bandaríkjanna.

Joe Biden Bandaríkjaforseti er fyrirferðamikill í Heimskviðum þessa vikuna. Síðustu vikuna hafa verið skrifaðar ófáar fréttir af því títtnefndur Biden, breytti orðalagi forvera sinna í starfi og kalla framgöngu Tyrkja gegn Armenum árið 1915 þjóðarmorð. Á laugardaginn kom boðuð yfirlýsing frá Bandaríkjaforseta þar sem segir meðal annars þennan dag ár hvert minnumst við þeirra sem létust í þjóðarmorðum á Armenum á tímum Ottómana. ?Við heitum þess reyna gera allt til koma í veg fyrir svona grimmdarverk endurtaki sig,? sagði Biden. En hvaða atburður er þetta sem Biden minnist á, þjóðarmorð á Armenum á tímum Ottómana?

Eitt hundrað dagar voru á fimmtudag frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrendur segja gjarna þessir fyrstu mánuðir séu mikilvægasti tími hverrar embættistíðar. Hvernig hefur tekist til, Bogi Ágústsson reynir svara þeirri spurningu og nýtur liðsinni Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, hæstaréttalögmanns, en hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og fylgist gjörla með stjórnmálum vestra.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

1. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,