Heimskviður

103 | Kvenréttindi í Afganistan og forsetakosningar í Frakklandi

Heimskviður halda í dag til Afganistan og Frakklands.

Talibanar skerða réttindi kvenna í Afganistan með reglulegum lagabreytingum, þvert á loforð um hið gagnsstæða þegar þeir náðu aftur völdum í landinu í ágúst í fyrra. Stúlknaskólum hefur verið lokað og konur mega ekki lengur ferðast með flugvélum án þess hafa karlkyns ættingja með í ferð. Þróunin er einmitt í þær áttir sem mörg óttuðust, kvenréttindi yrðu fótum troðin á nýjan leik kæmust Talibanar aftur til valda í Afganistan.

Þegar Emannuel Jean-Michel Fréderic Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí 2017, var hann yngsti forsetinn í sögu lýðveldisins, aðeins 39 ára gamall. Hann kom eins og stormsveipur inn í franska pólitík, en það hefur gengið á ýmsu á forsetatíð hans. Nýverið tilkynnti Macron hann sæktist eftir endurkjöri, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Macron þykir eiga sigurinn næsta vísan - en vika er langur tími í pólitík og nýtt hneykslismál tengt forsetanum er í uppsiglingu - mál sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Macron. Við ræðum við Torfa Túliníus, prófessor við Háskóla Íslands, um kosningarnar sem eru framundan.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Frumflutt

2. apríl 2022

Aðgengilegt til

4. apríl 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.