Heimskviður

140| Ferðasögur frá Úkraínu

Við helgum þáttinn Úkraínu og stríðsátökunum rúmu ári eftir Rússar réðust þar inn. Jón Björgvinsson fréttamaður hefur dvalið þar mánuðum saman á þessu ári. Hann er nýkominn frá Lviv í vesturhlutanum og segir þar verða til einhvers konar stríðstúrismi, þar sem kaffibollar í úkraínsku fánalitunum og skeinipappír með myndum af Pútín rússlandsforseta selst eins og heitar lummur, og söluágóðinn rennur allur í stríðsreksturinn. Jón lýsir því sem hann hefur heyrt og séð á sex ferðum sínum til Úkraínu og ástæðum þess Rússar réðust þar inn, og samskiptum Rússa og Úkraínumanna sem hann lýsir svo skemmtilega. ?Rússar hafa áður sýnt það í Georgíu þeir þola ekki þessi tvö ríki á landamærum þeirra færi sig í vestur og þegar ég hlustaði á síðustu ræðu Pútíns var það eins og hlusta á, hvað eigum við segja, afbrýðissaman eiginmann úthúða nýja unnustanum í þessu ofbeldissambandi hans við sína fyrrverandi.? Og er náttúrulega með því þrýsta henni enn fastar í faðminn á þessum kviðmági sínum.? Við heyrum einnig frá Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttamanni en hún er nýkomin heim frá Kiyv þar sem hún fylgdi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þar kynntu þær sér skelfilegar afleiðingar innrásar Rússa og ræddu við Volodomyr Zelensky, en vonast er til hann sæki leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í maí.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

18. mars 2023

Aðgengilegt til

19. mars 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.