Heimskviður

127| Fjölmiðlakeisarinn Murdoch og milliríkjadeila um númeraplötur

Donald Trump ætlar reyna verða aftur forseti Bandaríkjanna. Hann tilkynnti þetta með pompi og prakt á heimilinu sínu í Florida, Mar-O-Lago, um miðjan síðasta mánuð. Marolago er muniði sama hús og alríkislögreglan réðst inn í á dögunum og tók fullt af skjölum sem Trump hafði tekið heldur ófrjálsri hendi í forsetatíð sinni. En, það sem vakti ekki síður athygli þegar Trump lét vita af áformum sínum fyrir þarnæsta ár, var formúlering nokkurra fjölmiðla á þeirri tilkynningu. Nánar tiltekið fjölmiðla sem eru í eigu manns sem studdi forsetann áður, og styður alla jafna frambjóðendur á hægri væng stjórnmálanna, einfaldlega vegna þess það hentar honum og fyrirtækjum hans vel. Florida man makes anouncement, Maður í Flórída gefur út tilkynningu, sjá blaðsíðu 26, var slengt á bláan borða neðst á forsíðu New York Post, eitt aðalslúðurblað í eigu hins ríflega níræða Ruperts Murdoch. Fjölmiðlakeisarinn, sem á mörg hundruð fjölmiðla um allan heim, gerði með þessu eins lítið úr framboði Trumps og hugsast gat og þessi litli forsíðuborði varð eiginlega stærri frétt en framboðið sjálft. Sem endurspeglast líka í þessum þætti hér, sem fjallar ekki um forsetaframboð Trumps, heldur manninn sem átti stóran þátt í því greiða götu hans sem forseta hér áður fyrr. Og hann er hættur því. Sunna Valgerðardóttir og Andrés Jónsson almannatengill grófu sig ofan í veruleika þessa merkilega risa, Ruperts Murdoch, og þau áhrif sem hann hefur haft á lýðræðið í hinum vestræna heimi.

Hvernig getur deila um númeraplötur næstum því leitt til stríðsátaka? Litlu munaði það hefði gerst í deilu um þennan því er virðist hversdagslega hlut milli Serbíu og Kósóvó, áður en samningar afstýrðu því sinni. Deilan er þó birtingarmynd af mun djúpstæðari vanda í samskiptum þessara þjóða. Hallgrímur Indriðason rýnir í það með aðstoð Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns ÖSE í Kosovo.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

3. des. 2022

Aðgengilegt til

5. des. 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.