Heimskviður

133 | Mótmæli í Perú og sívaxandi spenna Armeníu og Aserbaísjan

Það hefur verið glundroði í stjórnmálunum í Perú undanfarin ár. Spilling hefur verið landlæg og mótmæli tíð. Eftir misheppnaða tilraun forseta til leysa upp þingið í desember, og brottrekstur þessa sama forseta í kjölfarið, hefur hins vegar soðið upp úr. Fjölmenn mótmæli hafa verið barin niður af hörku og á fimmtug tug hefur látið lífið. Ástæðu þessara átaka hins vegar rekja áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann. Hallgrímur Indriðason fer yfir málið með blaðamanni í Perú og prófessor í stjórnmálafræði sem hefur skrifað fjölda bóka um stjórnmálin í landinu.

9. nóvember árið 2020 var samið um vopnahlé milli Armeníu og Aserbaísjan. Ríkin höfðu þá háð sex vikna langt stríð, það blóðugasta í áratugi, en með aðkomu Rússa náðist samkomulag um leggja niður vopn. hefur spennan aukist á í samskiptum Kákasus-þjóðanna tveggja. Aserar hafa sett upp vegatálma á mikilvægan veg sem liggur frá Armeníu inn í hið umdeilda Nagorno Karabakh sem hefur skapað skort á matvælum, lyfjum og orku fyrir íbúa svæðisins sem eru tæplega 150 þúsund og hætta á mikilli hungursneyð. Þeir sem standa vegatálmunum eru umhverfisaðgerðasinnar sem mótmæla kolavinnslu á svæðinu en þegar betur er gáð gæti málið verið flóknara en svo. Jóhannes Ólafsson tekur við.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

28. jan. 2023

Aðgengilegt til

30. jan. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.