Heimskviður

38 | Afvopnunarsamningar, Bolsonaro og Inger Støjberg

Í þrítugasta og áttunda þætti Heimskviða er fjallað um afvopnunarsamninga, og þá staðreynd Donald Trump dró nýverið Bandaríkin út úr samningi um svokallaða gagnkvæma loftelgi. Þetta er þriðji alþjóðasamningurinn sem Trump dregur Bandaríkin út úr á kjörtímabilinu. Hallgrímur Indriðason rýnir í hvaða afleiðingar úrsagnir frá þessum samningum geta haft á alþjóðasamfélagið, ásamt Alberti Jónssyni, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi, og áður ráðgjafa utanríkisráðherra í öryggismálum.

Þá fjallar Guðmundur Björn um um hinn umdeilda forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, en hann hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar, ekki aðeins vegna örar útbreiðslu Covid-19 þar í landi heldur einnig vegna rannsóknar á málum sona hans sem eru grunaðir um spillingu, en þeir eru báðir stjórnamálamenn. Vildi hann sjá gögnin sem væru til rannsóknar hjá alríkislögreglunni en fékk þvert nei frá yfirmanni hennar. Hvað gerði hann þá? Jú, hann rak hann.

Loks fjallar Birta Björnsdóttir um Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, sem tók umdeilda ákvörðun á sínum tíma um heimilt væri skilja hjón hælisleitenda. Vitað mál var slíkt væri ekki löglegt, en hún tók ákvörðunina samt. Og það hefur dregið dilk á eftir sér.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

29. maí 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,