Heimskviður

155| Líf í geimnum og ólíft á ferðamannastöðum

Við reynum svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt hætta kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti.

Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru skoða til bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári byrja rukka ferðamenn fyrir koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið grípa til aðgerða. En það þarf finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Frumflutt

23. sept. 2023

Aðgengilegt til

23. sept. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,