Heimskviður

105 | Símtalið frá Maríupol og hvað einkennir góða forsetafrú?

Við hefjum Heimskviður í dag í hinni stríðshrjáðu Maríupol, og ræðum við Sergej Artamonov, sem ólst upp í Maríupol en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarinn áratug. Systir Sergejs, Natasha, varð eftir í Maríupol þegar rússneski herinn réðist inn í borgina og heyrði Sergej ekkert frá systur sinni í 56 daga.

Þrjár bandarískar forsetafrúr eru í sviðsljósinu í nýrri þáttaröð úr smiðju danska leikstjórans Susanne Bier. Leikstjórinn segir áhugaverða togstreitu einkenna hlutverk forsetafrúarinnar, kröfurnar séu miklar í starfi sem þær sóttu ekki um sjálfar. Þær hafa þó margar sett eftirminnilegan svip sinn á embættið og nýtt tækifærið til berjast fyrir málefnum sem þeim þykja mikilvæg. Birta skoðaði sögu forsetafrúa Bandaríkjanna.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Frumflutt

23. apríl 2022

Aðgengilegt til

23. apríl 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.