Heimskviður

106 | Operation Mincemeat og Elon Musk

Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu hernaðaraðgerð sem er talin ein best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggir á þessari sögu. Sögu sem á eiginlega meira skylt við kvikmyndir heldur en raunveruleikann sjálfan. Þó skiptar skoðanir séu um hvort hernaðaraðgerðin hafi breytt miklu um framgang heimsstyrjalfarinnar er hún það áhugaverð hún á alveg skilið vera rifjuð hér upp. Og það gerir Birta í þættinum.

Ríkasti maður heims, Elon Musk, lagði á dögunum fram yfirtökutilboð í samfélagsmiðilinn Twitter. Tilboðið var samþykkt, og bíður samþykktar samkeppnisyfirvalda. Þessi viðskipti hafa vakið heimsathygli, en hvers vegna? Guðmundur Björn kynnti sér málið.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Frumflutt

30. apríl 2022

Aðgengilegt til

17. júlí 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.