Heimskviður

112 Sádarnir og golfið og kosningar í Kenía

Í þessum fyrsta Heimskviðuþætti nýrrar þáttaraðar verður komið víða við.

Framtíð keppnisgolfs er í mikilli óvissu eftir mótaröð, sem Sádar fjármagna, kom fram á sjónarsviðið. Þeir ausa í íþróttir um allan heim og vonast til morð og mannréttindabrot gleymist í stjörnufans og allsnægtum íþróttanna. Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér málið.

Niðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga í Kenía voru tilkynntar fyrr í vikunni. Varaforseti landsins stóð uppi sem sigurvegari en þurfti svara til saka fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum í kjölfar kosninga árið 2007 þegar hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni. Fráfarandi forseti landsins studdi hins vegar mótframbjóðanda hans, en beið ósigur í fimmta sinn í röð forsetakosningum í landinu. Líkt og í öll hin skiptin er óvíst hvort hann muni lúta niðurstöðunni. Birta Björnsdóttir fjallar um kosningarnar og skrautlega sögu frambjóðendanna.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

20. ágúst 2022

Aðgengilegt til

25. júní 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,