Heimskviður

81 | Christina Lamb og vafasöm kaup Sáda á Newcastle United

Þrátt fyrir kynferðisofbeldi beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til virðist þó alltaf eitthvað annað þykja mikilvægara. Við viljum taka það fram í umfjölluninni hér á eftir fjallað um kynferðisofbeldi og nauðganir, frásagnirnar geta verið erfiðar áheyrnar.

Í síðari pistli Heimskviða fjöllum við um kaup fjárfestingasjóðsins PIF á enska úrvalsdeildarliðnu Newcastle United. Sjóðurinn er einn stærsti í heimi og með kaupunum er Newcastle orðið langríkasta knattspyrnufélag veraldar. Stjórnarformaður PIF er Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og einn valdamesti maður heims. Hann er ríkisarfi strangasta og siðvandasta ríki heims. Kaupin á Newcastle verða seint talin stafa af áhuga krónprinsins á enskum fóbolta, því eins og aðdragandi þessara kaupa sýnir okkur, er þetta hápólitískt mál; mál sem staðfestir það eru peningar sem stjórna heiminum; og peningar - ef þú vissir það ekki - eru víst verðmæti en bæði mannréttindi og mannslíf.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Frumflutt

16. okt. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,