Heimskviður

Lesia Vasylenko og breytt heimsmynd eftir Covid-19

Við byrjum Heimskviður þessa vikuna á því fara til Úkraínu, nánar tiltekið til Kiev. Úkraínska þingkona Lesia Vasylenko hefur verið áberandi í heimspressunni bæði í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, og eins eftir. Hún er í stjórnarandstöðu og var áður ötull gagnrýnandi stijandi forseta, Volodymir Zelenskys, en síðustu vikur hefur úkraínskur þingheimur allur fylgt sér á bakvið forsetann. Guðmundur Björn ræddi við Vasylenko í vikunni um framtíðarhorfur í Úkraínu. Mun Úkraína neyðast til þess gefa Rússum eftir landsvæði? Mun Úkraína bera sigur úr býtum, og geta nágrannarnir Rússar og Úkraínumenn nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi, ef og þegar þessu stríði lýkur?

Í síðari hluta þáttarins fjallar Magnús Geir Eyjólfsson, um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og segja Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta heita tímabundið ástand en eru málsmetandi menn farnir tala um áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing,

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Frumflutt

21. maí 2022

Aðgengilegt til

23. maí 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.