Heimskviður

126| Jarðsprengjur í Úkraínu, kókaínfjall í Evrópu og ofbeldi í Afríku

Rússar eru sagðir hafa breytt kornökrum víða um Úkraínu í jarðsprengjuakra. Talið er svæði sem er jafnstórt og rúmlega eitt og hálft Ísland þakið þessum skaðræðisvopnum. Sérfræðingur segir það eigi eftir taka tuttugu ár hreinsa jarðveginn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Alistair Moir sem hefur yfir tíu ára reynslu af umsjón með sprengjuleit, svo sem í Suður-Súdan, Sómalíu, Kambódíu, Mjanmar og Sri Lanka og Kataryna Templeton, verkefnastjóra yfir Úkraínu hjá MAG eða The Mines Advisory Group, sem eru samtök sem sérhæfa sig í leit jarðsprengjum og fræðslu fyrir íbúa stríðshrjáðra svæða.

Morð, mútugreiðslur og óöld áratuganna fyrir aldamót í mörgum ríkjum Suður-Ameríku eru orðin hluti daglegs lífs í sumum hafnarborgum Evrópu. Kókaíni er smyglað til meginlandsins sem aldrei fyrr og uppgjafar gætir í stríðinu gegn eiturlyfjum, sem enn er háð beggja vegna Atlantshafsins, þar sem flestir hafa þegar játað ósigur. Nýr forseti Kólumbíu vill hætta stríðsrekstrinum sem hafi litlu skilað. Eiturlyfjaiðnaðurinn orðinn öflugri en á tímum kókaínbarónsins Pablos Escobars. Bjarni Pétur segir okkur frá.

Albínismi er algengari í Afríku en víða annars staðar en fólk með þetta genafrávik er mjög útsett fyrir ofbeldi og áreitni víða í álfunni. Því er enn trúað bein þeirra hafi lækningarmátt og færi lukku. Birta skoðaði málið.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

26. nóv. 2022

Aðgengilegt til

28. nóv. 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.