Heimskviður

135 | Sprenging í Líbanon og jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi

Í næstu þáttum ætlum við einbeita okkur ákveðnum svæðum á kortinu, hafa eins konar þemu, sem eru annað hvort landfræðileg eða hugmyndafræðileg. Þetta er fyrsti Þema-þáttur Heimskviða og við færum okkur suðaustur á bóginn. Til miðausturlanda, þar sem óútreiknanleg plánetan sýndi ógurlega krafta sína í byrjun vikunnar, með skelfilegum afleiðingum. Við förum til Tyrklands, Sýrlands, Sádí Arabíu og Líbanon í þætti dagsins.

Við byrjum í nágrannaríkinu Líbanon, um fimm hundruð kílómetra suður af upptökum stóru skjálftanna. Í höfuðborginni Beirút fann fólk vel fyrir skjálftunum og þeir vöktu upp slæmar minningar af sprengingunni miklu fyrir einu og hálfu ári. Yfir 200 létust og þúsundir slösuðust en ekki er enn ljóst hvað gerðist nákvæmlega þennan dag. Ólöf Ragnarsdóttir fræðir okkur um Líbanon og þá algjöru pattstöðu sem er komin upp í rannsókn málsins.

Í síðari hluta þáttarins fjallar Sunna Valgerðardóttir um jarðskjálftana stóru sem skóku Tyrkland og Sýrland fyrr í vikunni. Hún ræddi skjálftana og afleiðingar þeirra við Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

Frumflutt

11. feb. 2023

Aðgengilegt til

13. feb. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.