Heimskviður

152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi

Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt segja það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo Trump hafi betur, þá er mögulegt hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld.

Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. komast því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir réttlætið loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.

Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Frumflutt

2. sept. 2023

Aðgengilegt til

3. sept. 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,