Heimskviður

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng sjúga á sér tunguna á dögunum.

Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum?

Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings.

Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

29. apríl 2023

Aðgengilegt til

13. ágúst 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,