Heimskviður

153| Heimsreisa án flugvéla og tíð valdarán í Afríku

?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum.

Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni.

Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Frumflutt

9. sept. 2023

Aðgengilegt til

6. jan. 2025
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,