Heimskviður

101 |Dúgín, hið heilaga Rússland og bann við hinseginfræðslu í Flórída

Stríðið í Úkraínu er sem fyrr helsta fréttaefni dagsins í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um afleiðingar þess og þær milljónir úkraínumanna sem hrakist hafa frá heimilum sínum, sem og er virðist þá óskiljanlegu ákvörðun Rússlandsforseta ráðast inn í fullvalda ríki. Minna hefur verið rætt þá menningarlegu, sögulegu, og ekki síst trúarlegu hugmyundafræði sem kann liggja hér baki. Guðmundur Björn ræðir meðal annars við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í sögu Rússlands.

Líklegt þykir ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, muni á næstunni skrifa undir lagabreytingu sem meirihluti þingmanna ríkisins hefur þegar samþykkt.

Breytingarnar banna alla umræðu og fræðslu um málefni hinsegin- og transfólks í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Banninu hefur verið mótmælt víða og síðast steig Disney samsteypan upp á afturlappirnar og hótar draga úr fjárstuðningi við Repúblikanaflokkinn í Flórída nái bannið fram ganga. Birta fjallar um þetta mál og ræðir við Silju Báru Ómrsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.

Frumflutt

19. mars 2022

Aðgengilegt til

20. mars 2023
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.