Heimskviður

141| Uppgangur Kína og framtíðarborg byggð á sandi

Xi Jinping varð nýlega fyrsti í áratugi til vera kjörinn forseti Kína þriðja kjörtímabilið í röð. Stefna hans í utanríkismálum hefur verið berjast gegn því sem hann hefur talið vera viðleitni Bandaríkjamanna til halda aftur af Kína. Og til einangrast ekki frá Vesturlöndum er mikilvægt fyrir Kína vera í tengslum við Rússland. Kínverjar hafa reynt tala fyrir friði í Úkraínu en líklega hentar þeim best stríðið standi sem lengst, segir Helgi Steinar Gunnlaugsson sérfræðingur í málefnum Kína en Hallgrímur Indriðason ræddi við hann og fjallar um stöðu Kína og Xi forseta. Á valdatíma sínum hefur Xi hert tökin heima fyrir en heimsóknin til Rússlands í vikunni bendir til hann ætli láta enn frekar sér kveða á alþjóðavettvangi.

Í síðari hluta þáttarins ætlum við skoða hvernig Sádar nýta olíuauðinn en sádí-arabíska ríkisolíufyrirtækið Aramco skilaði methagnaði í fyrra, sem var jafnvirði 22.500 milljarða íslenskra króna. Það er næstum helmingi meiri hagnaður en í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Og eitt af því sem Sádar áforma reisa er framtíðarborg, 170 kílómetra löng samfelld lína háhýsa og skýjakljúfa þar sem verða engar götur og engir bílar en alls um níu milljónir íbúa. Sunna Valgerðardóttir leit á framtíðaráform olíuþjóðarinnar miklu og ræddi við arkitekt með brennandi áhuga á borgarskipulagi, um línuborgina í eyðimörkinni, sem hljómar eiginlega frekar eins og uppkast vísindaskáldsögu, heldur en raunhæf áætlun um framtíðarborg þar sem allt á ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.

Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.

Frumflutt

25. mars 2023

Aðgengilegt til

26. mars 2024
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.