Heimskviður

171 - Glæpagengi í Mexíkó og Ingebrigtsen fjölskyldan

Hvað gerir móðir þegar dóttur hennar er rænt og hún drepin af mönnum sem tilheyra skipulögðum glæpasamtökum? Vitandi af gjörspilltu og um margt lömuðu stjórnkerfi heimalands síns ákvað hin mexíkóska Miriam Rodríguez taka málin í sínar hendur og hefna dóttur sinnar. Saga hennar er sögð í nýlegri bók eftir Azam Ahmed, blaðamann á New York Times. Við ræðum við Azam í Heimskviðum í dag en í bókinni er einnig sagt frá uppgangi og miklum áhrifum glæpagengja í Mexíkó. Þó einhver árangur hafi náðst í draga úr áhrifum þeirra eru skipulögð glæpasamtök fimmti stærsti atvinnurekandinn í Mexíkó. Um 175 þúsund eru talin starfa innan þeirra vébanda.

Svo fjöllum við um sögu einnar þekktustu fjölskyldu Noregs. Sennilega þeirrar þekktustu fyrir utan norsku konungsfjölskylduna. Það er Ingibrigtsen fjölskyldan en í henni eru þrír af heimsins bestu hlaupurum og þeir sökuðu á dögunum föður sinn, sem hefur þjálfað þá frá barnæsku, um beita sig andlegu og líkamlegu ofbeldi frá því þeir voru smástrákar. Lögreglurannsókn stendur yfir og þetta hefur klofið fjölskylduna sem norska þjóðin hefur fylgt síðustu ár í sjónvarpsþáttunum Team Ingebrigtsen. Yngsti bróðirinn, Jacob, er einn besti hlaupari sem Norðmenn hafa alið og hann ætlar freista þess í París í sumar verja ólympíugullið sem hann náði á leikunum í Tokyo 2021, en það gæti reynst honum erfitt án þjálfarans og pabba síns sér við hlið.

Frumflutt

10. feb. 2024

Aðgengilegt til

10. feb. 2025
Heimskviður

Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Þættir

,